18.02.2020
Konudagurinn er núna á sunnudag og af því tilefni verður konudagsmessa í Landakirkju. Þá varð Kvenfélagasamband Íslands 90 ára núna í febrúar og
því eru kvenfélög hér í Eyjum sérstaklega velkomin.
Karlakór Vestmannaeyja sér um sálmasöng og tónlistarflutning og því fá konur í kirkjukórnum frí líkt og venjulega á konudaginn. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og prédikar. Eins og alltaf eru allir velkomnir í Landakirkju en konur þó sérstaklega í tilefni dagsins.
Forsíðumynd Helgi R.T.