Konu- og herrakvöld fótboltans fer fram 24. mars. Á herrakvöldinu verða leikararnir Kári Viðars og Tryggvi Rafns veislustjórar. Eyþór Ingi mun stíga á svið með tónlistaratriði og þá mun enginn annar en Einar Fidda vera ræðumaðurkvöldsins. Veislustjóri á konukvöldinu verður enginn annar en Eyþór Ingi! Sara og Una taka lagið og þá mæta þeir Kári og Tryggvi á svæðið með skemmtiatriði. Liðskynning og happdrætti verða á sínum stað ásamt geggjuðum kokteilum. Að borðhaldi loknu sameinast karla- og konukvöld í Höllinni þar sem DJ Hjalti Enok heldur uppi stuðinu.
Miðaverð 7.500 kr og er hægt að panta miða á knattspyrna@ibv.is.
Hægt er að melda sig á viðburðina hér: