25.08.2020
Nú í morgun hafa 1421 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið á lundi.is. Þar af hafa 1088 verið vigtaðar. Meðalþyngdin er á uppleið og stendur nú í 275 grömmum.
Við höfum fengið inn nokkuð af óhreinum pysjum sem þarf að hreinsa. Flestar eru þær úr höfninni og eru ýmist olíu- eða grútarblautar. Eftir að þær hafa verið hreinsaðar getur oft tekið nokkra daga fyrir þær að verða vatnsheldar á ný.
Pysjufinnendur eru hvattir til að skrá pysjurnar í eftirlitið.
Það er mjög einfalt. Hér má fara inná skráningarsíðuna.
Forsíðumyndina tók Tinna Hauksdóttir af sonum sínum Þórir sem er fjær og Pétur sem er nær, frábær tilþrif.