Komnar 1421 Pysjur hjá eftirlitinu – nokkrar olíu-eða grútarblautar

25.08.2020

Nú í morgun hafa 1421 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið á lundi.is. Þar af hafa 1088 verið vigtaðar. Meðalþyngdin er á uppleið og stendur nú í 275 grömmum.

Við höfum fengið inn nokkuð af óhreinum pysjum sem þarf að hreinsa. Flestar eru þær úr höfninni og eru ýmist olíu- eða grútarblautar. Eftir að þær hafa verið hreinsaðar getur oft tekið nokkra daga fyrir þær að verða vatnsheldar á ný.

Pysjufinnendur eru hvattir til að skrá pysjurnar í eftirlitið.

Það er mjög einfalt. Hér má fara inná skráningarsíðuna.

Forsíðumyndina tók Tinna Hauksdóttir af sonum sínum Þórir sem er fjær og Pétur sem er nær, frábær tilþrif.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is