Komið að lokum vertíðar – Vertíðin hefur einkennst af tvennu; brælum og þessu covidástandi

29.04.2020

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gærmorgun.

Skipin héldu til veiða síðdegis á laugardag þannig að það fiskaðist vel. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvar skipin hefðu verið að veiðum. 

„Við byrjuðum upp við Surtsey í þorski og síðan var haldið vestast á Selvogsbankann í ýsu. Það fiskaðist afar vel allan túrinn og fiskurinn sem fékkst var góður. Nú er komið að vertíðarlokum og markaðsaðstæður ráða því að hægt er á sókninni. Við förum líklega ekki út aftur fyrr en á laugardag. Vertíðin hefur einkennst af tvennu; brælum og þessu covidástandi.

Bæði brælurnar og ástandið hafa orsakað það að skipin hafa ekki verið rekin á fullum afköstum. Það hefur aftur á móti gengið vel að veiða helstu tegundirnar. Ég held að lengsti túrinn okkar hafi verið þrír dagar. Tíðarfarið hefur verið heldur leiðinlegt en maður hefur séð það verra,“ segir Birgir Þór.

Forsíðumd: Guðmundur Alfreðsson – greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is