Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Kolbrún Anna Rúnarsdóttir bíður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Áfram Eyjar

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnakosningum og óska eftir stuðningi ykkar.
Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, og er gift Birgi Nielsen Þórssyni tónlistarmanni og tónlistakennara. Saman eigum við þrjú börn og eitt barnabarn. Ég flutti frá Vestmannaeyjum á unglingsárunum og bjó lengst af á Selfossi og í Reykjavík. Kynntist þar manninum mínum og stofnaði fjölskyldu. En heimahagarnir hafa alltaf togað í mig og fluttum við því með fjölskylduna til Eyja fyrir 13 árum og viljum við hvergi annarsstaðar vera.
Í dag gegni ég stöðu deildarstjóra stuðningsþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ og sinni þar helst málefnum eldriborgara og fatlaðra sem þurfa stuðning.
Ég greindist árið 2019 með brjóstakrabbamein og fengið viðeigandi meðferð sem hefur gengið vel, í kjölfarið fór ég inn í stjórn Krabbavarnar í Vestmannaeyjum og hef sinnt stöðu gjaldkera frá því í mars 2020.
Ég er lærður sjúkraliði og vann sem slíkur á dvalar- og hjúkrunarheimillinu Hraunbúðum í ein 10 ár og erum málefni aldraðra mér hugleikin ásamt málefnum heilbrigðisþjónustu almennt.
Ég hef mikin áhuga á að bæta samfélagið í Vestmannaeyjum og tel að besta leiðin til þess sé að taka sjálf þátt í stjórnmálum. Ég hef alltaf fundið að ég hef átt samleið með grunngildum Sjálfstæðisflokksins og gef því kost á mér til að sitja á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Ég brenn fyrir sveitarfélaginu mínu og vil láta gott af mér leiða. Óska ég eftir stuðningi í prófkjörinu til þess.
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search