
Kókoskaka
INNIHALD BOTN:
4 eggjahvítur eða um 120g
100g fínmöluð sæta, Good good
100g kókosmjöl
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
AÐFERÐ:
Stífþeytið eggjahvítur og vínsteinslyftiduftið.
Bætið sætunni saman við og þeytið áfram þar til marengsinn er stífur.
Bætið kókosmjölinu varlega saman við og setjið næst deigið á bökunarplötu. Það er ágætt að strika hring á bökunarpappírinn til að afmarka stærðina á kökunni og sniðugt að nota form sem þið notið til að frysta efra lagið á kökunni í. Bakið í 45 mín á 100° hita.
INNIHALD TOPPUR
450 ml rjómi
1 msk fínmöluð sæta
1 tsk vanilludropar
AÐFERÐ:
Þeytið rjómann með sætu og vanillu og færið rjómann í silikonform eða hringlaga tertuform með smjörpappír í botninn. Það mætti eflaust gera þetta fríhendis eins og kökubotninn en rjóminn gæti farið á flakk í frystinum.
Gott að frysta í nokkra klst áður en kakan er sett saman.
KREM:
Ein plata (85g) af 85%
súkkulaði, eða öðru sykurlausu súkkulaði
50 ml rjómi
1 msk smjör
1 msk fínmöluð sæta
1/2 tsk vanilludropar
AÐFERÐ:
Hitið rjómann í potti þar til hann fer að bubbla, en ekki bullsjóða.
Brjótið niður súkkulaði í skál ásamt smjörklípunni og sætunni.
Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og látið bíða með loki yfir í 5 mín ca.
Hrærið nú vel saman upp- leystu súkkulaðinu og bætið vanillu saman við. Hellið kreminu næst yfir kældan kókosbotninn.
Frosinn rjóminn fer þarnæst ofan á tertuna og síðan má skreyta með kókosflögum og rifnu súkkulaði að vild.
Kakan er góð þegar hún er búin að standa dálítið og rjóminn farinn að þiðna.