Kokkurinn á bakvið myndavélina

Listamaðurinn á bakvið verkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar heitir Bjarni Sigurðsson. Bjarni er fæddur og uppalinn í Reykjavík.

Hann er giftur Kristjönu Margréti Harðardóttur, einni af blómarósum eyjanna og svo er það hundurinn Moli.

Tígull tók létt spjall við Bjarna.

Hvenær byrjaði ljósmyndaáhuginn?

Ég smitaðist af bróður pabba, honum Garðari og Eysteini afa mínum. Ég eyddi öllum fermingarpeningunum mínum í mína fyrstu Olympus filmu-

vél (1987)

Menntun og atvinna?

Ég byrjaði að kokka á Næturgrillinu 1986 þá aðeins 13 ára gamall,

lærði svo á Café Óperu, útskrifaðist 1994 og kláraði meistaraskólann 1999.

Ég fór í ljósmyndun á upplýsinga- og margmiðlunarbraut IR 2006.

Ég vinn upp á spítala, sé um daglegan rekstur á eldhúsinu þar.

Af hverju 1000 Andlit Heimaeyjar?

Þetta er gömul pæling, alltaf langað að mynda fjölda fólks og stæla ljósmyndarann Yousuf Karsh, en aldrei gert neitt með það fyrr en núna. Sá svo skemmtilegt verkefni hjá Ljósop, ljósmyndaklúbbur á Reykjanesi sem heitir Andlit Bæjarins og er búinn að pæla vel í þessu í nokkur ár og lét vaða núna fyrst við erum flutt til Eyja.

Hvaða græjur notarðu í ljósmyndun?

Ég hef notað, prófað og átt alflestar tegundir en núna nota ég Fujifilm.  Í verkefnið nota ég Fujifilm XT2 og er með XT1 sem vara vél með 56mm 1.2 apd linsu.

Ég hvet áhugafólk um ljósmyndun um að kíkja á setupið hjá mér.

Hver eru þín helstu áhugamál fyrir utan ljósmyndun?

Crossfit og hlaup. En ég er meiddur í augnablikinu, er að jafna mig eftir vinnuslys.

Ætlar þú að taka þátt í 7 tinda göngunni í sumar?

Já það ætla ég sannarlega að gera.

Þar sem þú ert menntaður matreiðslumeistari, hvaða matur er þinn uppáhalds?

Allur matur sem einhver annar eldar fyrir mig. En að öllu gríni slepptu þá elska ég mest villibráð, fugla.

Hefur þú farið upp á Heimaklett?

Já ég hef farið tvisvar sinnum sem er alltof sjaldan en ég vil helst hafa einhvern vanann með mér þar sem ég er lofthræddur.

Ertu sáttur við viðtökur verkefnisins 1000 Andlit Heimaeyjar?

Já mjög ánægður og gaman hvað þetta verkefni er að vaxa. Þakklátur öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu með okkur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search