Knattspyrnusumarið gert upp

Knattspyrnusumarið var gert upp með lokahófi ÍBV síðastliðinn laugardag í Akóges. Ánægjulegt að markahrókurinn Gary Martin náði að tryggja sér gullskóinn fyrr um daginn og birtist með hann þegar líða fór á hófið, en þetta er í fyrsta skipti sem handhafi gullskósins kemur frá liði í fallsæti. Í fyrsta skipti var veitt verðlaun fyrir fyrsta spilaðan leik í meistaraflokki og fengu þeir leikmenn verðlaunabikar með dagsetningu leiksins og gegn hvaða liði var spilað. Veittar voru viðurkenningar til elstu flokka félagsins og nokkrir starfsmenn heiðraðir.

Meistaraflokkur kvenna:

Besti leikmaðurinn – Clara Sigurðardóttir

ÍBV-ari – Emma Rose Kelly

Mestu framfarirnar – Sesselja Líf Valgeirsdóttir

Markahæsti leikmaðurinn – Cloé Lacasse

Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn – Ragna Sara Magnúsdóttir

Meistaraflokkur karla:

Besti leikmaðurinn – Telmo Castanheira

ÍBV-ari – Óskar Elías Zoega Óskarsson

Markahæsti leikmaðurinn – Gary Martin

Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn – Róbert Aron Eysteinsson

2. flokkur karla:

Besti leikmaðurinn – Nökkvi Már Nökkvason

ÍBV-ari – Jón Kristinn Elíasson

Mestu framfarir – Eyþór Daði Kjartansson

Markahæsti leikmaðurinn – Eyþór Orri Ómarsson

9 leikmenn fengu viðurkenningu fyrir fyrsta spilaða leikinn sinn með meistaraflokki;

Birgitta Sól Vilbergsdóttir 03.07.18 HK/Víkingur – ÍBV

Thelma Sól Óðinsdóttir 17.07.18 KR – ÍBV

Ragna Sara Magnúsdóttir 17.09.18 ÍBV – HK/Víkingur 

Þóra Björg Stefánsdóttir 12.05.19 ÍBV – Þór/KA

Helena Jónsdóttir 27.05.19 ÍBV – Stjarnan

Róbert Aron Eysteinsson 27.05.18 Keflavík – ÍBV

Eyþór Orri Ómarsson 03.06.18 ÍBV – KR

Nökkvi Már Nökkvason 25.05.19 KA – ÍBV

Tómas Bent Magnússon 24.08.19 ÍA – ÍBV

Eyþór Daði Kjartansson 28.09.19 Stjarnan – ÍBV

Matt Garner var heiðraður fyrir að hafa spilað yfir 250 leiki með félaginu, en hann hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna og þakkar ÍBV honum kærlega fyrir hans framlag til knattpyrnunnar í Eyjum.

Fyrrverandi og núverandi meðlimir í knattspyrnuráði kvenna voru heiðrað fyrir áralangt og gott starf.

Ólafur Tryggvason fyrir tveggja áratuga starf, Sigþóra Guðmundsdóttir og Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir fyrir áratugastarf, Sigríður Inga Kristmannsdóttir, Lind Hrafnsdóttir, Ágústa Kjartansdóttir og Berglind Sigmarsdóttir fyrir áralangt starf.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search