Þeir sem vilja fylgjast með Clöru geta kíkt á Instragram og leitað eftir „Heimavöllurinn”. En Heimavöllurinn fjallar um knattspyrnu kvenna og þar rata helstu fréttir og þegar tímabilið fer í gang þá er kíkt í heimsókn til félaganna, leikmann vikunnar valdir og margt, margt fleira.
Heimavöllurinn er hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað er um knattspyrnu kvenna. Þátturinn varð til í október 2018 og er sá eini sinnar tegundar hérlendis. Hægt er að hlusta á þáttinn á vefsíðunni www.fotbolti.net, í hlaðvarpsforritum eða á Spotify.
Þáttastýrur eru Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir.
