Klikkuð upplifun

Fyrsta maraþonið í hús – klikkuð upplifun

Bjarni Ólafur Guðmundsson  (58 ára ) eða Daddi eins og við þekkjum hann flest, hljóp sitt fyrsta heilmaraþon 42,2 km um helgina.

Af hverju kom þessi hugmynd upp?

Guðrún mín sá þetta hlaup auglýst í mars á þessu ári en Galway er hennar heimabær á Írlandi. Ég var búin að hugsa um það lengi að gaman væri að taka heilt maraþon fyrir sextugt.  Þarna var tækifærið og ég lét bara vaða.

Hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir hlaupið?

Ég byrjaði markvissar æfingar 7. júní eða 16 vikum fyrir hlaupið góða.

Hvað var erfiðast í æfingarferlinu?

Það er að halda aga og fara eftir planinu, í 99% tilfella hljóp ég einn og það er bæði gott og slæmt.  Ég hefði samt alltaf kosið félagsskapinn.

Hvernig var vikan fyrir hlaup?

Hún var spennuþrungin, ég var að glíma við magavesen, iðrabólgu og hita og á fimmtudaginn var ég í raun búin að ákveða að hlaupa ekki. En svo kom föstudagurinn og ég var allur orðinn betri og hópurinn sem ég var í hvatti mig áfram og kom með góð ráð og ég lét slag standa.

Hvað var erfiðast við hlaupið?

Það var tvennt, annars vegar að þurfa að glíma við magavesen, sem lagaðist eftir klósettferð í miðju hlaupi og svo þegar ég var kominn á 39 km, en

þá gat ég ekki haldið þeim hraða

sem ég ætlaði að enda á.  Þá komu upp ráðin frá vinum að njóta og ég hægði bara á og naut þess að koma í mark með hópinn allan á hliðarlínunni sem var algjörlega klikkuð upplifun. Þegar ég heyrði í hópnum gaf ég allt í þetta og fór svo beint til hliðar eftir að markinu var náð og ældi úr með lungun. Ég viðurkenni það að ég átti pínu erfitt þegar ég sá elsku Guðrúnu mína álengdar eftir að hafa tekið við Maraþonmedalíunni.  Þetta eru miklar og geggjaðar tilfinningar – stórkostleg upplifun.

Okkur Guðrúnu langar að koma á framfæri æðislegum þökkum til allra í hópnum.

Þetta var samhentur og flottur hópur, æðislegt að upplifa alla þessa fallegu sigra sem fólk var að ná í hlaupinu segir Daddi að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search