Kjúklingaréttur
hráefni:
4 stk kjúklingabringur
1 stk krukka af mauki úr sólþurrk- uðum tómötum.
1 stk krukka af mauki úr ólífum.
1 stk krukka af sólþurrkuðum
cherry-tómötum.
Fetaostur eftir smekk.
Hitið ofninn í ca. 180°C.
Takið maukið með sólþurrkuðu tómötunum og ólífunum og hellið í eldfast mót. Dreifið jafnt og þétt á botninn í eldfasta mótinu.
Takið kjúklingabringurnar og skolið. Það er ekki verra að skera þær í tvo til þrjá bita. Dreifið þeim jafnt í mótið ofan á pestóið. Það er ekki nauðsynlegt að krydda kjúllann þar sem pestóið er mjög bragðmikið.
Hellið cherry-tómötunum í sigti og látið olíuna leka af. Sama er gert við fetaostinn. Tómötunum og fetostinum er svo stráð yfir kjúllann.
Ofnbakið í ca. 1 klst. Gott er að setja á grillið í ofninum svona síðustu 10-15 mínúturnar, þá verða tómatarnir og osturinn vel brúnað og stökkt.
Berið fram með gómsætu kúskúsi, hvítlauksbrauði og fersku salati.
Salat
hráefni:
1 haus Lambhagasalat
Hálf appelsína,
2 gulrætur, rífa með rifjárni
1 rauð paprika, söxuð gróft
Fjórðungur vatnsmelóna,
fræ-hreinsuð og söxuð gróft
1 lúka cashewhnetur
1 avocado, Afhýtt og saxað gróft
Aðferð:
Skolið salatblöðin og tætið gróft.
Skrælið appelsínuna og saxið í bita. Skrælið gulræturnar og rífið gróft á rifjárni.
Skerið paprikuna í helminga, fræhreinsið og saxið gróft.
Skerið kjötið úr fjórðung af vatnsmelónu, saxið gróft.
Þurrristið cashewhneturnar á heitri pönnu (án olíu) í um 5 mínútur). Kælið aðeins.
Afhýðið avocadoið, fjarlægið steininn og saxið gróft.
Setjið allt hráefnið varlega í stóra skál. Blandið varlega.
Nota má heilar möndlur, ferskar kryddjurtir, heslihnetur, kjúklingabaunir, nýrnabaunir, kotasælu, fetaost, parmesan, appelsíngula/gula paprikur, Brasilíuhnetur, ólífur og margt fleira í salatið.