Kjúklingaborgari með stökkum parmesanhjúp.
Uppskrift miðast við 6 borgara.
2 dl hveiti
1 ½ tsk hvítlauksduft
2 msk þurrkuð steinselja
salt og pipar
3 egg
4 dl brauðmylsna
2 dl corn flakes
1 dl rifin parmesan ostur
6 úrbeinuð kjúklingalæri
2 msk olífuolía
Hamborgarabrauð.
Aðferð:
Hitið ofnin í 200 gráður. Blandið saman hveiti og kryddum saman á disk. Brjótið eggin og setjið þau á annan disk og pískið. Bætið við þriðja disknum og blandið saman brauðmynslu, corn flakes og parmesan ostinum.
Takið kjúklingalærin og veltið fyrst upp úr hveitiblöndunni, því næst eggjunum og loks mynslublöndunni. Raðið lærunum á bökunarplötu og bakið í 15 – 20 mín (eða þar til fullelduð).
Á milli:
Mozzarellaostur
Fersk basilica
Tómatar
Klettasalat
Jógúrtsósa /eða önnur fersk sósa að eigin vali
Jógúrtsósa
3 dl grísk jógúrt
½ hvítlauksgeiri, kraminn
1 dl fersk dill
1 msk olífuolía
smá cayenne-pipar
safi úr hálfri límónu
Kókosbolludraumur í ofni
1 stk banani
6 stk jarðaber
1 stk pera
1 stk epli
1 plata suðusúkkulaði
1 box kókosbollur
Aðferð:
Allir ávextir skornir niður í litla bita og settir í eldfast form. Því næst er súkkulaðiplatan skorin niður og henni dreyft yfir ávextina. Loks eru kókosbollurnar skornar niður (þversum) og settar yfir allt og inn í ofn á 165 gráður í 15-20 mínutur eða þar til kókosbollurnar eru gullinbrúnar.