15.11.2020
Kjúklingabollur
uppskrift fyrir 3 – 4
Hráefni:
500 gröm kjúklingahakk
1 bolli haframjöl
2 egg
½-1 desilíter mjólk
1 kúrbítur
2 hvítlauksgeirar
1 stór eða 2 litlar gulrætur
1 laukur
1 púrrlaukur
3 tómatar
1 gul paprikka (eða í örðum lit)
Salt og pipar
Krydd, bara eftir smekk
½ glas fetaostur
Aðferð:
Hitið ofninn að 175 gráðum. Setjið bökunarpappír á ofnplötuna. Blandið kjúklingahakki, haframjöli, mjólk og eggjum í skál og hrærið vel saman. Skolið grænmetið. Rífið kúrbítinn, gulræturnar og laukinn með rifjárni og skerið tómatana og hvítlaukinn í litla bita. Bætið grænmetinu í skálina og hrærið vel. Kryddið með salti, pipar og kryddi eftir eigin vali. Rúllið kúlur og kjúklingafarsinu og leggið á bökunarplötuna, bakið í ofninum í cirka 30-45 mínútur þar til bollurnar eru gullinbrúnar.
Gott að bera fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði og salati.
Kókosbollurdraumur
uppskrift fyrir 6
Hráefni:
1 box kókosbollur (4 kókosbollur)
1 poki lakkrískurl hjúpað súkkulaði (150 g)
1 marengsbotn
½ lítri rjómi
1 box jarðarber
1 box bláber eða önnur ber eftir smekk.
100 g suðusúkkulaði
Aðferð:
Kókosbollurnar eru skornar í þrennt og raðað í botninn á eldföstu móti. Því næst er rjóminn þeyttur. Marengsbotninn er mulinn og blandað út í rjómann auk lakkrískurlsins. Þá er rjómanum dreift yfir kókosbollurnar. Að lokum eru berin sett yfir rjómann. Gott er að bræða suðusúkkulaði og dreifa yfir berin skömmu áður en rétturinn er borinn fram.