Miðvikudagur 24. apríl 2024

Kjötbollur með indverskum keim

Uppskrift vikunnar a la María Krista

INNIHALD BOLLUR:
500 g nautahakk eða annað hakk að eigin vali
1 egg
1 msk möndlumjöl, fituskert t.d. í grænum pokum
1 tsk cumin malað, ég nota frá Kryddhúsinu
1/2 tsk chilli malaður , ég nota frá Kryddhúsinu
50 g rifinn ostur
1/2 tsk hvítlauksmauk eða2 geirar smátt skornir
1 tsk gróft sjávarsalt
2 msk fínt skorið kóríander, má sleppa ef þið fílið ekki kóríander
AÐFERÐ:
Setjið öll hráefni saman í skál.
Notið hendurnar eða sleif til að blanda hakkinu vel saman við kryddin. Ég nota yfirleitt bara hendur og einnota gúmmíhanska.
Mótið bollur og steikið á pönnu með olíu, ef þið eigið Airfryer þá set ég bollurnar í skúffuna og elda á 180° í ca 20 mín og hristi öðru hvoru upp í bollunum.

SÓSA:
250 ml vatn
1 súputeningur að eigin vali, nauta eða kjúklinga
1 msk karrý, veljið gott karrý t.d. Kryddhúsið
1 dl rjómi, mætti líka nota kókosmjólk eða möndlumjólk
2 msk ólífuolía
1/2 hvítlauksostur
1 tsk Fiber síróp gold, má sleppa en kom vel út
AÐFERÐ:
Hitið vatn og súputening, bætið svo við olíu, rifnum hvítlauksosti til að flýta fyrir eldun.
Kryddið og látið suðuna koma upp. Sósan þykknar vel þegar osturinn er bráðnaður, þynnið þá með rjóma. Bragðbætið örlítið með sykurlausa sírópinu ef þið viljið.
Salt og pipar eftir smekk.
Það er snilld að bera þetta fram með blómkálsgrjónum og naan brauði.

NAAN BRAUÐ:
90 g kókoshveiti
10 g sesammjöl frá Funksjonell
1/2 tsk lyftiduft
2 eggjahvítur um 60 g
1 tsk salt
2 tsk maukaður hvítlaukur
15 g fínmalað husk
200-250 ml soðið vatn
AÐFERÐ:
Blandið þurrefnum saman og bætið svo eggjahvítum saman við.
Pískið deigið þar til það er vel blandað og hellið soðnu vatni saman við þar til deigið er slétt og fellt og helst saman í kúlu
Notið blauta fingur til að móta 6 kúlur úr deiginu.
Fletjið út hverja kúlu með fingrum og steikið á vel heitri pönnu, það er mjög gott að setja smá smjör og hvítlauk á pönnuna
Látið brauðin brúnast vel á hvorri hlið og takið til hliðar.
Ef það þarf að hita þau upp er gott að skella þeim í ofn rétt áður en þau eru borin fram en þá fá þau enn stökkari áferð.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search