Miðvikudagur 24. júlí 2024

Kírópraktorstöðin opnar í Vestmannaeyjum

Tígull hitti á þá félaga Berg Konráðsson og Ingólf Ingólfsson síðustu helgi í Ísfélagshúsinu. Þeir eru tveir af sex kírópraktorum sem reka Kírópraktorstöðina við Sogaveg í Reykjavík. Þegar við komum við hjá þeim voru þau á fullu að skipuleggja 

nýju stöðina hér í Vestmannaeyjum. Þau stefna á að opna um mánaðarmótin október/nóvember. 

Við erum mjög spennt að koma til Vestmannaeyja og sinna okkar viðskiptavinum, en yfir 200 Vestmannaeyjingar hafa komið til okkar í gegnum árin og margir hverjir koma reglulega í meðhöndlun. Við höfum lengi gengið með það í maganum að opna stöðina hér sem er núna loksins að verða að veruleika segir Bergur. 

Í upphafi munu þau skiptast á að koma í hverri viku og starfa.

Kírópraktorstöðin leggur metnað sinn í að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná heilsumarkmiðum sínum. Með því að sameina hæfni og sérfræðikunnáttu sem nær yfir allt heilsulitrófið í kírópraktík, gerum við það mögulegt.

Kírópraktorstöðin hefur verið starfrækt síðan 1995 og leggur metnað sinn í að hjálpa viðskiptavinum sínum í að ná heilsumarkmiðum sínum. Með því að sameina brennandi áhuga á heilsu og sérfræðikunnáttu á stoðkerfinu gerum við það mögulegt.

Á Kírópraktorstöðinni finnur þú leiðir og stuðning til að bæta heilsu þína. Við viljum öll vera heilbrigð og líða vel. Margir stefna ávallt að því að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Hægt er að panta tíma og fræðast meira um stöðina inn á kiro.is 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search