Kírópraktorstöðin hefur verið starfrækt í að verða 30 ár

Kírópraktorstöðin opnaði útibú í Vestmannaeyjum haustið 2021 og hefur stöðin nú verið starfrækt í tvö og hálft ár. Þau koma til Eyja hverja helgi með fáeinum undartekningum. Þannig tryggja þau betri takt í meðferðinum viðskiptavina og þar með meiri árangur. Blaðamaður Tíguls tók stöðuna á þeim

Hvernig hafa íbúar Vestmannaeyja tekið ykkur á þessum tíma ?

Á þeim tíma sem við höfum verið starfandi í Eyjum hefur fólk tekið okkur afar vel. Kírópraktorstöðin hefur verið starfrækt í að verða 30 ár í Reykjavík og á þeim tíma höfum við hitt fjöldan allan af fólki frá Vestmannaeyjum, sem hafa leitað til okkar á stöðina á Sogaveginum. Okkur fannst hins vegar mikilvægt að geta sinnt þessu fólki betur, að geta boðið þeim að koma oftar þar sem margir af viðskiptavinunum þurftu á því að halda að koma oftar í meðferð. Með því að opna stöð í Eyjum gátum við tryggt betra aðgengi að þjónustu okkar fyrir Eyjafólk.

Hvernig veit ég að ég hafi gott að því að láta kíkja á mig og hnykkja?

Þetta er mjög góð spurning. Margir leita til kírópraktors þegar þeir finna til verkja og upplifa stoðkerfisvandamál. Algengast er að fólk komi vegna bakvandamála, mjóbaksverkja, klemmdra tauga, höfuð- og hálsverkja, verkja í mjöðmum, hnjám, olnboga og öxlum, svo dæmi séu tekin. Kírópraktík hentar einkar vel sem meðferðarúrræði við slíkum vandamálum og í flestum tilvikum tekst okkur að draga úr einkennum og oft koma fólki til bata.

Hins vegar fáum við líka til okkar einstaklinga sem líður vel en vilja fá þennan auka kraft, þessa auknu orku og vellíðan. Þetta fólk vill einfaldlega byggja upp meira heilbrigði, tryggja að líkamsstaðan sé góð, að taugakerfið og blóðrásin sé að vinna með eðlilegum hætti, fyrirbyggja meiðsli og verki og þar fram eftir götunum. Þetta eru oft á tíðum íþróttafólk og fólk sem stundar mikla hreyfingu. En einnig fólk sem einfaldlega vill hámarka heilsuna sína, tryggja að það sé á fullum afköstum alla daga.

Við burstum tennurnar daglega til þess að koma í veg fyrir skemmdir og halda tönnunum sterkum og heilbrigðum. Það sama gildir í raun um hryggsúluna okkar. Það er mikilvægt að hlúa að henni og með því að koma reglulega til kírópraktors er hægt að fyrirbyggja vandamál, styrkja líkamsstöðuna sem aftur tryggir eðlilega virkni taugakerfisins, eykur liðleika og hreyfifærni og gefur okkur þennan auka kraft sem nýtist okkur í leik og starfi.

Hvernig getur fólk aflað sér meiri þekkingar og fræðslu um bakið og stoðkerfið?

Inn á heimasíðunni okkar kiro.is er hægt að finna mikinn fróðleik og fjöldan allan af teygjum og æfingum sem fólk getur framkvæmt heima við. Við hvetjum því fólk til þess að fara inn á kiro.is/aefingar og kiro.is/heilsupistlar og skoða efnið sem þar er að finna.

 

Hvernig er best að passa upp á að börnin okkar fái ekki kryppu á mikilli símanotkun, er einhver teygja sem þið mælið með til að koma á móts við þetta ?

Það er klárlega hægt að vinna á móti skaðlegum áhrifum símanotkunar á hryggsúluna, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þegar við höllum okkur fram og höngum yfir símanum, þá bogna axlirnar fram og efri hluti baksins verður kúptur. Þessi líkamsstaða veldur því að vöðvar og liðbönd ýmist styttast eða lengjast sem veldur gríðarlegu ójafnvægi í líkamanum. Með tímanum getur slæm líkamsstaða leitt til ójafnvægis í vöðvum, skertrar starfsemi taugakerfisins, aukins álags á hryggjarliði, vöðva og liðbönd. Allt þetta leiðir svo til stoðkerfisvandamála, verkja og skertrar hreyfigetu, svo dæmi séu tekin.

Þegar við fáum fólk í meðferð er leitast við að leiðrétta stöðu hryggsúlunnar og líkamsstöðu viðkomandi, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Allt þetta hjálpar okkur að viðhalda líkamsstöðunni og byggja upp kjarnavöðva líkamans, sem dregur úr umræddum áhrifum af snjallsímanotkun.

Þá er auðvitað gott að reyna að lágmarka tímann sem við eyðum í síma, halda okkur á hreyfingu og styrkja líkamsstöðuna. Í meðferð hjá okkur kennum við fólki ýmsar teygjur og æfingar til þess að draga úr kryppu og efla líkamsstöðu. Inn á heimasíðunni okkar eru góðar greinar um líkamsstöðuna almennt sem við bendum fólki endilega á að skoða, kiro.is/flokkur/likamsstada/

Hvernig panta ég tíma ?

Það er einfalt að panta tíma hjá okkur. Það er hægt að bóka tíma á heimasíðunni okkar; kiro.is, senda okkur tölvupóst á kiro@kiro.is eða hringja í síma 588-8085.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search