Kirkjugerði – börnin smíða kofa

Tígull kíkti við á Kirkjugerði í vikunni sem leið því við heyrðum af því að elstu börnin væru í smá framkvæmdum

Unnur Dóra Tryggvadóttir deildarstjóri á Kirkjugerði sagði okkur frá því að nú eru 20 börn á Stafsnesvík öll fædd árið 2016 og því alveg að fara yfir á Víkina eða fimm ára deildina.

“Það var þannig að þessi börn voru á sitthvorri deildinni þangað til núna eftir páskana þá breyttum við aðeins á Kirkjugerði og öll börn fædd 2016 færðust yfir á Stafsnesvík, en þar sem þetta er stuttur tími (eru öll að fara á víkina eftir sumarfrí) sem þau eru á þessari deild þá hjá mèr þá langaði okkur að hafa þetta spennandi og skemmtilegt og ákváðum að hafa þetta hálfgerða ævintýradeild” segir Unnur Dóra.

Við erum mjög mikið úti og dugleg að fara í göngur. Löbbum oft þarna í hraunið og í einni gönguferðinni kom sú hugmynd að það gæti verið geggjað gaman að smíða kofa með krökkunum.

Þannig við stelpurnar á deildinni ákváðum að græja það og með hjálp karlana okkar fengum við bretti og skrúfur og hjálp við að koma þessu upp í hraun.

Salmina hannaði hvernig væri best að raða þessu upp og á mánudaginn fórum við öll deildin í vinnufötum í göngu upp í hraun með borvélar, skrúfur, sög og allt sem vantaði og létum á þetta reyna hvort þetta myndi ganga hjá okkur og þetta gekk vonum framar og á stuttum tíma var risinn þessi flotti kofi.

Svo næst var að mála kofann. Nokkur af börnum mættu með málningu að heima og svo erum við svo heppinn að Tóta í Húsasmiðjunni (hún er mamma eins drengs á deildinni) mjög góð við okkur og gaf okkur málningu og nokkrar spýtur sem vantaði upp á.

Börnin voru svo næstu 2 daga að mála kofann.
Þeim finnst þetta virkilega gaman og eru öll svo spennt að koma í leikskólann og drífa sig í kofann.
Þau eru svo búin að vera dugleg að tína upp rusl og gera fínt í kringum kofann og eru búin að safna fullt af eldivið til að kveikja eld og grilla pylsur sem er planið að gera núna mjög fljótlega og svo eru þau mjög spennt að bjóða foreldrum sínum í kaffi í kofann.

Það er svo dásamlegt að sjá hvað börnin eru ofboðslega stolt af kofanum sínum sem þau eru sjálf búin að byggja og mála að maður bráðnar alveg og það eru bara algjör forréttindi að fá að vera með öllum þessum snillingum alla daga.
Svo var kosning um nafn á kofann. Það var löng kosning sem endaði í tveimur valkostum: Krakkakot eða Regnbogaland og nafnið sem vann er Regnbogaland.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search