KFS sigraði lið ÍH á Týsvelli í dag 2-1. Það var Ásgeir Elíasson sem skoraði bæði mörk KFS. Það fyrra úr víti á 27. mínútu en svo aðeins tveimur mínútum síðar setti hann annað mark KFS. ÍH skoraði mark á 79. mínútu.
Þetta er því fyrsti sigur meistaraflokks hér í Eyjum. Næsti leikur KFS er gegn Kára í Akraneshöllinni kl. 15:00 næstkomandi laugardag 14. maí.