KFS komnir í 16 liða úrslit í Mjólkurbikarnum

KFS átti frábæran leik í dag á móti Víking Ólafsvík

Elmar Erlingsson skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir KFS, bræðurnir Víðir og Gauti Þorvarðasynir komu svo inn á í seinni hálfleik og skorðaði Víðir seinni tvö mörkin. Hér fyrir neðan er myndskeið af fyrra marki Víðis en seinna markið skoraði hann frá sínum vallarhelming þar sem markmaður Ólsara var komin yfir í sókn með sínum mönnum og þar af leiðandi markið galopið.

Þetta var fjörugur leikur þar sem KFS komst þrisvar yfir. Þeim tókst svo að landa 4-2 sigri, magnaður sigur hjá KFS sem er komið í 16-liða úrslit.

KFS FANCLUB stóðu sig brjálað vel í stúkunni. Í hvert sinn sem mark var skorað var kveikt á blysum við mælum með að henda ykkur á KFS FANCLUB síðuna til að fylgjast með framhaldinu hjá strákunum. Það verður spennandi að sjá hverja þeir glíma við í 16 -liða úrslitunum.

 KFS FANCLUB stóðu sig brjálað vel í stúkunni í hvert sinn sem mark var skorað var kveikt á blysum. 
Ólsarinn reyndi að renna sér í Víði til að koma í veg fyrir mark, en Víðir sá við honum og hoppaði létt yfir fætur Ólsarans og hélt sínu striki beint í mark með boltan.
Varðasynir á leið inn á völlinn í seinni hálfleik ( Gauti og Víðir )

Gulli ( Guðlaugur Gísli Guðmundsson ) stýrði sigursöngnum með glæsileika, sjá má myndband hér neðar í fréttinni.

 

Önnur úrslit bikarleikja kvöldsins:

  • ÍR 3 – 0 ÍBV
  • Afturelding 1 – 2 Vestri
  • Stjarnan 1 – 2 KA

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search