KFS nældu sér í 3 stig á töfluna í gær gegn Víðir. Leikurinn endaði 3-2 og KFS því komnir í 9 sæti deildarinnar jafnir Víðir að stigum. Næstu tveir leikir hjá KFS er á útivelli, sá fyrri laugardaginn 24. júlí á móti Einherja sem eru í 12.sæti í deildinni. Leikurinn fer fram á Vopnarjarðarvelli kl 11:00 og á sunnudaginn 25.júlí á móti Hetti/Huginn sem eru í efsta sæti í deildarinnar og fer sá leikur fram á Egilsstöðum á Vilhjálmsvelli kl 13:00.
Skemmtileg helgi hjá strákunum framundan, takast á við botn liðið fyrri daginn og efsta liðið daginn eftir, þannig þeir verða vel upphitaðir þegar þeir glíma við Hött/Huginn.