Í dag var dregið í 16-liða úrslit í Mjólkurbikar karla
16-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. ágúst.
Þrír innbyrðis leikir Pepsi Max-deildarliða fara fram, þar á meðal er leikur Víkings og KR. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar frá 2019 en keppnin var ekki klárið í fyrra.
3. deildarliðið KFS úr Vestmannaeyjum fer í Kórinn og mætir Pepsi Max-deildarliði HK.
Drátturinn
Vestri – Þór
Fjölnir – ÍR
Víkingur – KR
HK – KFS
Valur – Völsungur
ÍA – FH
Fylkir – Haukar
Keflavík – KA