KFS lék sinn síðasta leik í dag á Týsvelli gegn Víði í 3. deildinni. KFS tapaði 3-0 og enda þeir með 21 stig í 22 leikjum. KFS fellur því um deild og spilar í fjórðu deildinni næsta sumar.
Þeir unnu 6 leiki, gerðu 3 jafntefli og töpuðu 13 leikjum. Þeir skoruðu 25 mörk á tímabilinu og fengu á sig 48 mörk.