Keto parmesan brauðstangir & marinara sósa | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Hanna Þóra 
#hannathora88

Keto parmesan brauðstangir & marinara sósa

Tígull hafði samband við hana Hönnu Þóru sem hefur verið á Ketó mataræði í tæp tvö ár. Hún er matarbloggari og er hægt að nálgast uppskriftirnar hennar á Instagram-inu hennar.Hún gaf okkur sína allra vinsælustu uppskrift síðan hún byrjaði og viljum við deila henni með ykkur.


Uppskrift:
1 poki mozzarella ostur
1 1/2 dl möndlumjöl
1 msk lyftiduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1 egg

Aðferð:
Hita ofn í 200 gráður
Blanda saman í glerskál 1 poka af rifnum mozzarella,
1 og hálfur dl af möndlumjöli,
1 msk lyftidufti
og 1/2 tsk af hvítlauksdufti
Hita í örbylgjuofni í tvær mínútur. Bæta einu eggi útí og hnoða vel.
Móta deigið í brauðstangir.
Toppa með parmesan og oregano áður en þær eru bakaðar í 15-18 mínútur á blæstri.
Borið fram með marinara sósu.


Marinara sósa:
Heimagerða marinara sósan mín sem ég á alltaf til í fyrsti og nota fyrir frægu brauðstangirnar, í pastarétti, sem pizzusósu eða fyrir ítalskar kjötbollur.
Hvað krydd varðar er smekkur manna mismunandi og þetta er svona sósa sem er gott að láta malla og smakka til.

Uppskrift:

4 dósir hakkaðir tómatar í dós
3 dósir tómatpúrra
Ólífuolía
Steinseljukrydd
Oregano
Svartur pipar
Hvítlauksduft
Basilíka

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Gatnaframkvæmdir við Heimagötu og Helgafellsbraut
Goslokahátíðin hefst í dag – dagskráin
Út í sumarið“ 67 ára og eldri
2 Þ nýttu kosningardaginn vel
KA Orkumótsmeistari 2020
Orkumótið – landsleikur, brekkusöngur og BMX Brós

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X