Tígull hafði samband við hana Hönnu Þóru sem hefur verið á Ketó mataræði í tæp tvö ár. Hún er matarbloggari og er hægt að nálgast uppskriftirnar hennar á Instagram-inu hennar.Hún gaf okkur sína allra vinsælustu uppskrift síðan hún byrjaði og viljum við deila henni með ykkur.
Uppskrift:
1 poki mozzarella ostur
1 1/2 dl möndlumjöl
1 msk lyftiduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1 egg
Aðferð:
Hita ofn í 200 gráður
Blanda saman í glerskál 1 poka af rifnum mozzarella,
1 og hálfur dl af möndlumjöli,
1 msk lyftidufti
og 1/2 tsk af hvítlauksdufti
Hita í örbylgjuofni í tvær mínútur. Bæta einu eggi útí og hnoða vel.
Móta deigið í brauðstangir.
Toppa með parmesan og oregano áður en þær eru bakaðar í 15-18 mínútur á blæstri.
Borið fram með marinara sósu.
Marinara sósa:
Heimagerða marinara sósan mín sem ég á alltaf til í fyrsti og nota fyrir frægu brauðstangirnar, í pastarétti, sem pizzusósu eða fyrir ítalskar kjötbollur.
Hvað krydd varðar er smekkur manna mismunandi og þetta er svona sósa sem er gott að láta malla og smakka til.
Uppskrift:
4 dósir hakkaðir tómatar í dós
3 dósir tómatpúrra
Ólífuolía
Steinseljukrydd
Oregano
Svartur pipar
Hvítlauksduft
Basilíka