KETÓ brauðstangir
Hráefni:
1 ½ bolla rifinn ost
60 gr rjómaost
1 bolli möndlumjöl
1/3 bolli parmesan ostur
2 msk kókoshveiti
1 ½ msk lyftiduft
2 egg
Aðferð:
Bræða saman:
1 ½ bolla rifinn ost
60 gr rjómaost
30 sekúndur í senn í örbylgjuofni og hræra á milli þar til allt kemur saman.
Hræra svo saman við það:
1 bolli möndlumjöl
1/3 bolli parmesan ostur
2 msk kókoshveiti
1 ½ msk lyftiduft
2 egg
Baka á 180 gráðum í 20 mín.
Nota 25 cm vel smurt smelluform.
Pensla brauðið vel með hvítlauksolíu og krydda með hvítlauks- og laukdufti, oregano, grófu sjávarsalti og setja mikið af parmesan.
Skera brauðið svo eins og hæfilega stórar brauðstangir.