Kayak & Puffins hafa keypt tvo nýja kayaka til að bæta við þá 12 sem fyrir voru.
Þessir nýju kayakar eru tveggja manna bátar og bjóða meira að segja upp á það að hægt er að vera með barn á milli tveggja fullorðna. Þetta gefur fólki enn meiri möguleika á að prufa kayak ferðir ef þeir skyldu vera eitthvað óöryggir og liði betur með öðrum í bátnum.
Einnig býður þetta upp á að yngri krakkar gætu farið með fullorðnum. Sumarið gekk vel og gestir okkar voru gríðarlega ánægðir með ferðirnar sem gefa fólki algjörlega nýja sýn á þá frábæru náttúru sem við erum svo heppin að hafa hér í Eyjum.
Segja Egill og Jóhanna frá Kayak & Puffins