Þriðjudagur 5. desember 2023

Karrý og kókos grænmetissúpa

Grænmetissúpa

uppskrift fyrir 4

Hráefni:

1 msk kókosolía

1 tsk tandoori krydd eða önnur góð kryddblanda

4 dl bakað grænmeti (sellerírót, sætar kartöflur og gulrætur í aðalhlutverki)

6-7 dl vatn

1/2 rauð paprika í litlum bitum

1 dl kókosmjólk

1 grænmetiskraftur

væn lúka steinselja

salt og pipar

Aðferð:

Hitið kókosolíu í potti.

Setjið kryddið í pottinn og leyfið því að malla aðeins í olíunni.

Setjið bakaða grænmetið saman við og veltið upp úr kryddblöndunni.

Bætið við vatni, kókosmjólk og grænmetiskrafti.

Bætið paprikunni  og steinseljunni saman við.

Leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur en svo er gott að leyfi henni að standa aðeins, hún verður enn betri þannig.

Það er langbest að eiga til afgang af bökuðu grænmeti því þá tekur matseldin mjög stuttan tíma. Það má líka brytja grænmeti niður og sjóða með súpunni en það kemur bara sérstaklega gott bragð ef notað er bakað grænmeti. Ef þið eigið ekki til afgang af bökuðu grænmeti, skerið þá niður 1/2 sellerírót, 1/2 sæta kartöflu og 2 gulrætur og bakið í ofni í 25 mín v/ 200°c.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is