Kári Stefánsson ekki sáttur með framkomu Svandísar Svavarsdóttur heil­brigðisráðherra

27.05.2020

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir fyr­ir­tækið ekki ætla að koma að skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli ef hún verður unn­in und­ir stjórn heil­brigðisráðuneyt­is­ins.

Hann sagði í Kast­ljósi að sam­skipti ÍE við ráðuneytið séu á þann veg að fyr­ir­tækið treysti sér ekki til þess. Kári vísaði til þess að Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hafi þakkað öll­um nema þeim á síðasta blaðamanna­fundi al­manna­varna.

Kári sagði Svandísi „í hroka sín­um“ ekki hafa treyst sér til að leita til Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. „Kannski vegna þess að við erum einka­fyr­ir­tæki og einka­fyr­ir­tæki eru vond. Kannski er það vegna þess að ein­hvern tím­ann gagn­rýndi ég hana harðlega fyr­ir það hvernig hún talaði um SÁÁ,“ sagði hann.

„Hroka­full eins og 10 ára stelpa“

Kári sagði Svandísi vera feyki­lega góðan heil­brigðisráðherra og þann besta sem Ísland hef­ur haft í lang­an tíma. „En af og til verður hún ofboðslega hroka­full eins og lít­il 10 ára stelpa sem ætl­ar ekki að láta neinn segja sér nokk­urn skapaðan hlut.“

Hann sagði ÍE ekki treysta því fólki sem Svandís hef­ur beðið um að ann­ast skiman­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli. Bætti hann við að það væri ekki hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins að skima á flug­vell­in­um en það hefði getað veitt aðstoð í tengsl­um við það. 

Lok­ar fyr­ir sím­töl frá Þórólfi

Kári hélt áfram og sagðist eiga erfitt með að segja nei ef Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir biður hann um aðstoð vegna skim­ana vegna þess hve sjarmer­andi og skemmti­leg­ur hann er. „Ég er bú­inn að blokka sím­ann hans á sím­an­um mín­um,“ sagði hann í fram­hald­inu og sagði ástæðuna þá að þannig gæti Þórólf­ur ekki hringt í hann og beðið hann um þetta.

„Þú ert al­veg ruglaður,“ sagði Ein­ar Þor­steins­son þátta­stjórn­andi í fram­hald­inu, furðu lost­inn. Þá svaraði Kári: „Ég þekki fólk sem myndi taka und­ir það, vera sam­mála þér en þú dæm­ir menn bara af verk­um þeirra, ekki satt?“

Greint er frá þessu á mbl.is og í kastjósi fyrr í kvöld. ( Við mælum með að þú horfir á Kastljós þátt kvöldsins )

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is