Kap peyjar á leið í land með 870 tonn af síld áætla að verða við bryggju í fyrramálið (28.09 ) Aflann fengu þeir í aðeins 3 hölum og það á 19 tímum, vel gert. Raggi Togari stóð sig hrikalega vel í myndatökunum og við getum ekki betur séð nema að þeir hafi fengið nokkuð gott veður, allavega var Vélstjórinn þokkalega heitur (hóst) heitt.
Raggi við þurfum útskýringar á Togara nafninu: Stutta útgáfan af því afhverju ég er kallaður Togarinn er þegar ég var að byrja til sjós 15 ára þá fannst Leó Snær ég tala eins og gamall togarasjómaður og haga mér eins og ég væri búinn að vera á síðu togara í 50 ár þannig kom nafnið Togarinn og það var hann Gústi Halldórs sem sá til þess að það festist við mig og þykir mér bara vænt um nafnið, minnir mann alltaf á þann tíma sem maður byrjaði til sjós.
Já þar hafið þið það og njótið myndanna gott fólk.





