Kanna hreyfingu meðal almennings fyrir og eftir samkomubann – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Puffin Run

Kanna hreyfingu meðal almennings fyrir og eftir samkomubann

15.04.2020

Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík eru aðilar að Alþjóðlegum rannsóknarhópi um Covid-19 og hreyfingu sem stendur nú fyrir könnun á reglubundinni hreyfingu almennings fyrir og eftir samkomubann vegna kórónaveirunnar. 

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar og Daði Rafnsson stundakennari við íþróttafræðideild og doktorsnemi við HR eru í forsvari fyrir rannsóknina hér á landi en hópurinn telur tugi fræðimanna um allan heim. 

„Á síðari tímum hefur ekkert haft jafn víðtæk áhrif á daglegt líf fólks um alla veröld eins og kórónaveiran“, segir Hafrún. 

„Það er mikilvægt að kanna hvort hvaða breytingar verða á hegðun eins og hreyfingu og við viljum því biðla til íslensks almennings að taka þátt í könnuninni“. 

Hægt er að taka þátt í könnuninni hér.

Athugið að velja íslensku útgáfuna í tungumálastikunni í byrjun.

Greint er frá þessu á visir.is – Forsíðumynd Jói Myndó

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Út fyrir bókina – ný heimasíða utfyrirbokina.is
Jólasveinaklúbbur 2020
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is