Sunnudagur 25. febrúar 2024
Leikskóli Sóli

Kaffistofunni úthýst fyrir nýjan kjarna á Sóla?

„Að beiðni fræðsluráðs tók bæjarráð fyrir nokkrar tillögur og upplýsingar um stöðluð einingahús, sem nýst gætu sem viðbótarrými við leikskólann Sóla og hægt væri að taka í notkun í haust. Ljóst er að þörfin á viðbótarrými vegna fjölgunar barna kallar á færanleg viðbótarrými til að mæta fjölguninni. Gert er ráð fyrir að umrædd viðbótarrými verði notuð sem vinnuaðstaða og kaffistofa fyrir starfsfólk og að einum kjarna verði bætt við skólann þar sem kaffistofa og vinnuaðstaða starfsfólks er staðsett nú,“ segir í fundagerð bæjarráðs frá því á miðvikudag.

Niðurstaða bæjarráðs var að óska eftir því að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og fræðslufulltrúi, fundi með fulltrúum leikskólans Sóla og leggi fram tillögur að útfærslu viðbótarrýmis á Sóla og drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2022, í samráði við fjármálastjóra, til þess að mæta þeim kostnaði er af þessu hlýst.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, fulltrúi D lista, lagði fram bókun. „Undirrituð leggur áherslu á að unnið sé að því að finna hagkvæmar lausnir sem miða að því að hægt sé að veita leikskólabörnum pláss við 12 mánaða aldur. Mikilvægt er að þær leiðir sem farnar eru séu unnar í breiðri sátt við starfsfólk og notendur þjónustunnar. Mikilvægt er að horft sé til fjölbreyttra leiða til að mæta stöðunni t.d. hvort þörf sé á upptöku heimagreiðslna.“

Þá bókuðu einnig fulltrúar E og H. Njáll Ragnarsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir. „Leikskóli er fyrsta skólastigið og mikilvægt er að samfella sé í námi barna. Í Vestmannaeyjum eru þrír mjög góðir leikskólar. Allir sem starfa innan málaflokksins hafa mikinn metnað fyrir leikskólastarfi í Vestmannaeyjum. Mikilvægt er að leita leiða til þess að veita börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur og að breið sátt allra hlutaðeigandi ríki um þær leiðir sem farnar eru með þarfir allra nemenda að leiðarljósi.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search