- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Kæru Vestmannaeyingar!

Við frambjóðendur H-listans, Fyrir Heimaey, leitum nú til ykkar um stuðning við listann okkar í annað sinn. Þið tókuð okkur afar vel fyrir fjórum árum sem leiddi til þess að við höfum haft forystu um stjórn bæjarins síðan þá. Við leggjum verk okkar á kjörtímabilinu afar stolt í ykkar dóm í kosningunum á laugardag.

En þótt við horfum glöð og ánægð um öxl á þann árangur sem náðst hefur þá snúast kosningar fremur um framtíð en fortíð; fremur um það sem við ætlum að gera en það sem við höfum þegar gert. Fyrirætlanir okkar er að finna í ítarlegri stefnuskrá sem borin hefur verið í öll hús og við vonum að sem flestir hafi haft tök á að kynna sér.

Við höldum því hins vegar fram að árangur okkar á síðustu fjórum árum gefi mjög sterk fyrirheit um hvers er að vænta af okkur á næstu fjórum árum. Við getum óhikað sagt: dæmið okkur af verkum okkar – ekki orðum. “Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá“.
Í senn auðmjúk og stolt óskum við eftir stuðningi ykkar við H-listann, Fyrir Heimaey, í kosningunum á morgun.

Með kærri kveðju og ósk um Betri Eyjar fyrir alla!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is