Tói Vídó

Kæru Eyjamenn

21.03.2020 kl 21:17

Kæru Eyjamenn

Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.

Á hverjum degi, jafnvel oft á dag, þurfum við að tileinka okkur nýja hluti og bregðast við stöðugt breyttum aðstæðum. Við þurfum að aðlagast kringumstæðum sem við bara fyrir nokkrum vikum hefðum ekki getað ímyndað okkur að kæmu upp.

Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni.

En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sínum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag.

Rafrænt faðmlag til ykkar allra!

Með kærri kveðju
Íris

Tói Vídó á forsíðumyndina

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is