27.06.2020
Íris Róbertsdóttir og Gary Martin fengum þann heiður að vera heiðursgestir á úrslitaleik Orkumótsins.
Það var mikil spenna hjá drengjunum fyrir leiknum mótið er haldið í 37 skiptið í ár, er fyrirmynd annara sumarmóta.
Mótið er einstök upplifun fyrir alla þá sem taka þátt.
KA menn sigruðu lið HK í ótrúlega spennandi og dramatískum leik á Hásteinsvelli í dag.
HK menn sóttu lengstum meira en tókst ekki að skora frekar en KA mönnum í venjulegum leiktíma. Framlengja varð því leikinn um 2 x 5 mínútur og þegar um 10 sekúndur lifðu af síðari hálfleik framlengingarinnar slapp Ágúst Már Þorvaldsson einn í gegn fyrir KA og tryggði KA 1-0 sigur.
Tíminn var það naumur að HK menn gátu ekki einu sinni tekið miðju.. Við óskum KA mönnum til hamingju með sigurinn og HK með árangurinn en þeir léku líkt og KA geysivel á mótinu.
Hérna eru svo myndir frá leiknum og öðrum leikjum dagsins í dag.
Flottir strákar frá Hvöt Hressir strákar frá Hvöt á Blönduósi
Myndir eru frá síðu Orkumóstsins og frá vinum Tíguls þar sem blaðamenn Tíguls eru ekki staddir í Eyjum í dag.