Fimmtudagur 18. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Júní er mættur og það er komið bullandi sumar – árgangur 2012 má nú fara einn í sund

Það er alltaf eitthvað við það þegar júní mánuður er hafinn. Skólaárið að ljúka, margir að detta í sumarfrí, eyjan fyllist af ferðamönnum, skemmtiferðaskipin sigla að hvert á eftir öðru.

Já og ekki má gleyma að krakkarnir í fjórða bekk geta nú LOKSINS farið ein í sund. Það heyrðist í einum peyja: mamma ég kem heim í kvöldmat, en hann var þá á leið í sund klukkan 11:30 og ætlaði aldeilis að njóta þess að vera lengi í sundi.

Njótið sumarsins kæru lesendur, hér er Halldór B. Halldórsson með fallegt sumarmyndband af eyjunni okkar fögru frá því í gær.

Sumaropnun sundlaug Vestmannaeyja 

Virka daga: 06.00 – 21:00

Helgar:  09:00 – 18:00

Hvítasunnudagur: 09:00 – 18:00

Annar í hvítasunnu: 09:00 – 18:00

Þjóðhátíðardagur Íslendinga – 17. júní: 09:00 – 17:00

Þjóðhátíð (fös-sun): 10:00 – 17:00

Frídagur verslunarmanna – fyrsti mánudagur í ágúst: 10:00 – 20:00

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is