Jóný og Konný opna myndlistarsýningu í dag klukka 17:00 í anddyri Hótels Vestmannaeyja. Sýningin verður opin út ágúst mánuð.
Þema sýningarinnar er Sitt lítið af hverju
Konný vinnur olíu, akrýl og collegde myndir og Jóný vinnur með olíu á þessari sýningu. Jóný hefur unnið þessar myndir síðasta hálfa árið og Konný síðasta árið. Þær hafa áður haldið samsýningu, árið 2016 þá unnum þær úr sögum úr bókum.