Fimmtudagur 21. september 2023

Jónu Sigríði formanni umhverfis- og skipulagsráðs. Nú í september er mikil umhverfisvitund

Vestmannaeyjabær er í verkefninu Umhverfis Suðurland, en það er sameiginlegt átak sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og snýr að öflugu hreinsunarátaki þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú þegar er.

Plastlaus september er í gangi. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs hvatti ráðið heimili til að vera með í því verkefni og vera þannig í samfloti með Grunnskóla Vestmannaeyja í þessu mjög þarfa verkefni. Við getum gert meira og munum gera það. Taka þarf fast á umhverfismálum og vinna að umhverfisstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ mun hjálpa okkur við það.

Næstkomandi laugardag þ.e. 21. september er Alheims hreinsunardagurinn en það er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim. Svæðið sem verður lagt áherslu á við hreinsun er við Torfmýri við golfvöll og er mæting klukkan 11.00. Að lokinni hreinsun verður boðið upp á grillaðar pylsur.  Ég vil hvetja alla sem hafa tök á að hreinsa sitt nánasta umhverfi og vera þannig þátttakendur í verkefninu með Vestmannaeyjabæ.

Ekki er hægt að enda þetta án þess að hrósa þeim stöllum Erlu Einarsdóttur og Ágústu Huldu Árnadóttur fyrir sitt frábæra framtak. En þær hafa saumað þrjú þúsund margnota innkaupapoka sem bæjarbúar hafa fengið til afnota að kostnaðarlausu.

Þetta er gott dæmi um það hvað bæjarbúar geta lagt að mörkum fyrir bæjarfélagið.

Tökum saman höndum og sýnum gott fordæmi.

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is