Föstudagur 27. janúar 2023
Jón Kristinn

Jón Kristinn áfram með ÍBV næstu þrjú árin

Eyjamaðurinn Jón Kristinn Elíasson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann er 21 árs markvörður sem lék fimm leiki með liðinu í Bestu deildinni í sumar en hann hefur samtals leikið níu leiki fyrir ÍBV í efstu og næst efstu deild.

Jón hefur einnig leikið fimmtán leiki með KFS í deildarkeppni og þrjá í bikarnum. Í sumar fékk ÍBV 10 stig í þeim fimm leikjum sem Jón lék og þar af voru þrír sigrar í fjórum leikjum í úrslitakeppninni.

Knattspyrnudeildin bindur miklar vonir við Jón Kristin næstu árin en hann er efnilegur markvörður sem hefur bætt sig mikið síðustu ár og heldur því vonandi áfram á samningstímanum. Þessu er greint frá á vef  ÍBV.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is