Jón Jónsson & Friðrik Dór

Það verður frábær stemning og kátt í Höllinni þegar bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór mæta til Eyja með alla sína bestu slagara. Skemmtilegar sögur munu flettast inn í prógrammið og munu bræðurnir eflaust dansa eins og hálfvitar, til í allt og elska þegar sólin fer að skína.

TÓNLEIKUNUM FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐIN TÍMA.

Hér er stutt spjall við þá bræður, en þeir áætla að koma um leið og má til Eyja og halda tónleika.

Hvernig leggjast tónleikarnir í ykkur?

Þeir leggjast einstaklega vel í okkur bræður. Við fáum alltaf svo hlýjar móttökur á Eyjunni fögru og hlökkum til að koma.

Verður mikill munur á barna- og fullorðinstónleikunum?

Það verður svakalegur munur. Á barnatónleikunum verðum við í korseletti en á fullorðins í hör-sloppum. En svona að öllu gamni slepptu þá verður auðvitað sama orkan en smá munur á lagalistanum. Lagið um glaðan hundinn ratar til dæmis ekki inn á kvölddagskrána.

Hvor er meira jólabarn, þú eða Frikki? 

Frikki er miklu meira jólabarn. Alveg frá því að hann var smápolli hefur hann alltaf grátið fyrsta hálftímann eftir að klukkurnar hringja á aðfangadag. Við gátum aldrei hafið borðhaldið fyrr en svona korter í sjö. Í dag hefur þetta skánað en Lísa og dætur þeirra sýna þessu mikinn skilning og eru með jólasnarl á bakka. Þá geta þau nartað í það þar til Frikki er klár í borðhaldið.

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin?

Þetta er auðvitað fyrirsjáanlegt svar en skemmtilegast við jólin er samveran. Það er svo gaman að gleðjast saman, borða góðan mat, spila og horfa á jólamynd.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is