Miðvikudagur 7. júní 2023
Jón Ingason

Jón Ingason spilar knattspyrnu með Virginia Tech Hokies í Bandaríkjunum

Hann spilar knattspyrnu þar með háskólaliðinu Virginia Tech Hokies. Hann hefur skorað 6 mörk á tímabilinu og nú síðast stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu en Jonni ber fyrirliðabandið fyrir liðið. Tígull kastaði nokkrum spurningum á hann Jonna og fékk að fræðast aðeins um það sem hann er að bralla þessa dagana. 

Fullt nafn: Jón Ingason 

Fjölskylda: Foreldrar eru Ingi Sigurðsson og Fjóla Björk Jónsdóttir. Tvær systur, Eva Lind og Inga Dan. Svo er víst hundur búinn að bætast við í fjölskylduna, Chloe.

Aldur: 24 ára

Áhugamál: Aðallega íþróttir, þá helst fótbolti og golf. Hef líka gaman af fjallgöngum og þá sérstaklega heima á Eyjunni fögru.

Í hvaða námi ertu? Ég er í BS námi í sálfræði.

Hvað er námið langt? Námið er fjögur ár í heildina en ég klára gráðuna á 3 árum.

Típískur dagur: Dagarnir eru margbreytilegir þar sem við ferðumst mikið yfir tímabilið. En týpískur dagur byrjar á góðum morgunmat, skelli mér í tíma, fer á æfingu eftir skóla og eyði megninu af deginum á íþróttasvæðinu, svo kem ég heim og fæ mér eitthvað gott að borða í kvöldmat, svo annað hvort læri ég á kvöldin eða tek því rólega yfir sjónvarpinu. 

Kemur þú heim á milli anna/um jólin? Já ég fæ mánaðarlangt jólafrí og svo tæplega 3ja mánaða sumarfrí.

Hvernig finnst þér að búa í USA? Ég kann mjög vel við mig hérna. Ég bý í frekar litlum bæ á amerískan mælikvarða og hér búa í kringum 50 þúsund manns. Lífið hér er mjög fínt og ekkert ósvipað lífinu heima á Eyjunni þar sem allt snýst í kringum íþróttir og nám.

Hvað æfir þú oft á dag? Vanalega æfi ég tvisvar á dag en svo er það líka breytilegt eftir leikjaplani og ferðalögum. 

Besta stundin í USA síðan þú fluttir út? Það var núna um daginn þegar við spiluðum nágrannaslag við University of Virginia á Senior Night sem er tileinkað þeim leikmönnum sem eru að útskrifast. Það voru í kringum 3 þúsund manns á leiknum og ekki skemmdi fyrir að hafa pabba gamla að horfa. Hann fylgdi mér út á völlinn fyrir leik og það stendur upp úr.

Hvernig hefur liðinu gengið? Liðinu hefur gengið mjög vel hingað til, höfum unnið stóra sigra og verið heilt yfir sterkir. Við erum í mjög góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina sem hefst núna í vikunni, sitjum í 7. sæti yfir allt landið og höfum verið í topp 25 allt tímabilið. 

Hvenær lýkur tímabilinu hjá ykkur?  Tímabilinu lýkur um miðjan desember en það fer allt eftir því hvernig okkur gengur í úrslitakeppninni þar sem fyrirkomulagið er útsláttarkeppni. Vonandi spilum við úrslitaleikinn 15. desember. 

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Ég stefni á að koma heim næsta sumar eftir að ég útskrifast hér úti og eyða tíma heima með fólkinu mínu áður en ég fer svo í mastersnám.

Stefnirðu í eitthvað ákveðið eftir námið? Ég stefni á að fara í mastersnám í íþróttasálfræði út í Svíþjóð.

Skemmtilegasti tími yfir árið og afhverju? Jólin eru minn uppáhalds tími ársins. Ég er mikið jólabarn og elska að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum. Svo hafa jólin líka haft meiri þýðingu fyrir mig eftir að ég fór út í nám þar sem ég er í burtu frá fjölskyldunni og vinum meirihlutann af árinu. 

Hvar líður þér best? Heima á Eyjunni fögru og á fótboltavellinum.

Hvað óttastu mest? Ég er ekki mikill aðdáandi af slöngum og snákum. 

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Nei ekki svo ég viti!

Instagram eða snapchat ? Instagram.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér núna ? True Detective og Bloodline eru mjög góðir og svo verður Californication alltaf í miklu uppáhaldi. 

Uppáhalds vefsíða? Fótbolti.net

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is