Þriðjudagur 5. desember 2023

Jólskrautið dregið fram á Hraunbúðum

10.12.2020

Nú erum við í miðjum jólamánuði, byrjuð að skreyta hjá okkur og látum okkur hlakka til jólanna.
Til jóla sem verða dáldið öðruvísi en vant er, en það eru bara þessi jól, við erum sannfærð um að þegar líður fram á næsta ár getum við farið að lifa eðlilegra lífi. En við þurfum að þrauka áfram, við getum ekki misst stjórnina á lokametrunum fyrir bólusetningu. Við þurfum að halda áfram með takmarkanir, við höldum áfram með skiptingu heimilis eins og verið hefur undanfarið. Við þurfum að halda áfram með ítarlegar sóttvarnir og grímunotkun.
Við þurfum líka að halda áfram með takmarkanir á heimsóknum og miða okkar aðgerðir að því að minnka líkur á að veiran berist inn og því færri sem koma inn því minni líkur. EN við finnum að þessar takmarkanir eru farnar að taka á bæði íbúa og aðstandendur. Það er heldur ekki gott að fólk þjáist af einmanaleika og vanlíðan. Þó aðventan og jólin séu tilhlökkunarefni hjá mörgum er þetta líka oft tími sem ljúfsárar minningar koma upp og þá eru þeir sem standa næst mikilvægastir. Tilfinningarnar fyrir þessi jól eru sérstaklega blendnar.Við höfum því tekið ákvörðun um að auka aðeins á heimsóknir aðstandenda meðan að ekki greinast smit í eyjum.
Við treystum ykkur til að gera þetta áfram með okkur og vinna saman að því markmiði að komast klakklaust í gegnum þennan heimsfaraldur. Við ætlum að leyfa möguleika á daglegum heimsóknum á milli kl. 13-17. Áfram þarf að vera sami einstaklingur sem kemur í viku, en áfram hægt að óska eftir undanþágum frá því. Við leggjum traust á það að sá sem kemur sé aðili sem heldur sig á eyjunni og er ekki að umgangast marga. Við erum ekki spennt yfir heimsóknum frá höfuðborgarsvæðinu því þar hafa flest smit verið að greinast og veiran virðist liggja þar í felum. Við bendum þar á myndsímtöl og gluggaheimsóknir.
Því miður getum við ekkert gefið upp um jólin ennþá, við tökum einn dag í einu áfram og minnum á að staðan getur breyst á einu augabragði og við þar af leiðandi þurft að breyta um takt. Við vonum að þið skiljið að áætlanir varðandi þessi jól þurfa að vera skammtímaáætlanir. En það verður reynt að gera það besta í stöðunni, við höfum líklega öll lært það þetta árið að taka einn dag í einu.
En samanteknar reglur þar til annað verður tilkynnt eru því eftirfarandi;
· Heimilað er að koma í eina heimsókn á dag ef þörf er talin á, á tímabilinu 13-17. Sami einstaklingur í viku, sá einstaklingur þarf að gæta sín vel utan heimilis líka· Senda þarf tölvupóst á vakt@vestmannaeyjar.isum hver það er sem kemur og eins ef það verða skipti á milli vikna þá viljum við fá upplýsingar um það
· Gestir þurfa að bera maska í heimsóknum, líka inn á herbergi og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir
· Gestir þurfa að gæta að ítarlegum sóttvörnum og spritta hendur þegar komið er í hús
· Heimsókn skal fara fram á einkarými íbúa, gestir mega EKKI staldra við í sameiginlegum rýmum
· Virða þarf fjarlægðartakmörk sem eru 2 metrar alls staðar á milli einstaklinga·
Reglur þessar taka gildi í dag 10.desember og gilda þar til annað verður tilkynnt, en minnum á að þær geta breyst með skömmum fyrirvara.
Setjum inn hér nokkrar myndir af jólaskrautinu okkar og við fengum nokkrar fyrirsætur með okkur í lið, þar á meðal hana Biddu sem á 93 ára afmæli í dag og og hana Lilju Jensdóttur sem nýverið fagnaði 90 ára afmælinu sínu. Við óskum þeim innilega til hamingju með afmælin.
Óskar Stefáns tók svo mjög vel í að sitja fyrir með snjókarlinum og Aðalheiður og Þorleifur hjá hreindýrunum. Hörður Run gaf sér tíma í eitt bros á austurgangi og tveir ofurhressir starfsmenn klöppuðu aðeins hnotubrjótnum, en hann er mjög vinsæll nema kannski þegar tónlistin sem frá honum kemur verður of hávær.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is