Þriðjudagur 26. september 2023

Jólatónleikar Kórs Landakirkju á miðvikudaginn

Jólatónleikar Kórs Landakirkju eru einn af þeim viðburðum sem marka upphaf jólahátíðarinnar hjá mörgum bæjarbúum.  Eins og undanfarin ár verða tónleikarnir tvískiptir og dagskráin mjög fjölbreytt, allt frá sálmum til dægurlaga.  

Fyrri hlutinn er í safnaðarheimilinu en eftir hlé er áherslan meira á sálma og hátíðlegri tónlist og fer sá hluti fram í kirkjunni sjálfri. Augnablikið þar sem allir viðstaddir, tónlistarfólk og gestir, kveikja á kertum og syngja saman Heims um ból í myrkvaðri kirkjunni kveikir svo sannarlega á jólastemmingunni í hjörtum hátíðargesta. 

Undanfarin ár hafa ýmsir einsöngvarar tekið þátt í tónleikunum með kórnum og er einsöngvari í ár Silja Elsabet Brynjarsdóttir Eyjakona. Eins og þeir vita sem sóttu tónleika hennar og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara á goslokunum, þá er Silja Elsabet söngkona á heimsmælikvarða og svo sannarlega tilhlökkunarefni að heyra í henni á heimavelli á þessari hátíðlegu stund. 

Tónleikarnir í ár eru miðvikudaginn 11. desember kl. 20.00 og er miðaverði stillt í hóf eins og undanfarin ár, 2.500 kr.  

Athygli er vakin á því að kórinn er ekki með rafrænan posa og reiðufé er því vel þegið. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is