Í dag verður jólaskemmtun Bókasafnsins í Einarsstofu. Skemmtunin hefst kl. 15.30 og áætlað er að henni ljúki upp úr 16.30.
Lína langsokkur kemur til okkar með Níels apa með sér og ætlar að segja okkur jólasögu af sjálfri sér. Jarl spilar undir og syngur með okkur jólalög þegar dansað verður kringum jólatréð og heyrst hefur að jólasveinar muni kannski kíkja við!
Öll börn og foreldrar þeirra eru velkomin!
Miðvikudagur 22. mars 2023