Föstudagur 1. desember 2023

Jólalurkur

Tígull heyrði í Maríu Kristu og fékk þessa ljúffengu jólaköku til að deila með ykkur.

Jólalurkur eða “Bûche de Noël” er desert sem gerður hefur verið til að heiðra minningu Jóladrumbsins eða trésins sem var brennt til að halda hita á húsum til forna. Þetta er mörghundruð ára hefð víða í Evrópu.

Drumburinn var látinn loga 12 daga jólahátíðarinnar og ef hann kláraðist ekki þá var hann notaður til að kveikja upp í næsta drumb, jólin eftir.

Miklar spekúlasjónir voru tengdar drumbnum og hjátrú sem var misyfirgripsmikil eftir stöðum. Desertinn er þekktastur í Frakklandi og Belgíu en hann er úr svampbotni, fylltur með rjóma og húðaður með súkkulaðikremi.

INNIHALD BOTN:

  • 6 egg
  • 100 g Sukrin gold, fínmalað
  • 40 g kókoshveiti, mæli með Funksjonell
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk Xanthan gum
  • 2 msk kakó

FYLLING:

  • 250 ml rjómi
  • 1 msk Sukrin Melis eða fínmöluð Good good sæta
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2-3 msk karmellukurl, uppskrift “Hnetunammi”hér á síðunni en má sleppa

KREM:

  • 130 g sykurlaust súkkulaði
  • 40 g smjör
  •  4 msk rjómi
  • 140 g Sukrin Melis eða fínmöluð Good good sæta
  • 1 msk Sukrin Gold síróp

AÐFERÐ:

  • Þeytið saman egg og sætuna þar til létt og ljóst.
  • Bætið þá við þurrefnum en gott er að sigta þau ofan í eggjablönduna.
  • Hrærið varlega saman með sleif en passið þó að allt blandist vel við þurrefnin.
  • Hellið deiginu varlega á plötu með smjörpappír eða ofan í silikonmottu sem ég mæli með að eiga.
  • Bakið á 180° með blæstri í um það bil 12 mín eða þar til kakan er bökuð og hægt að snerta með fingrum á miðju, annars bakið örlítið lengur.
  • Hvolfið kökunni yfir á hreinan smjörpappír og losið gamla pappírinn frá kökunni.
  • Látið kólna örlítið, 5 mín kannski.
  • Þeytið rjómann í fyllinguna ásamt sætu og vanillu. Blandið karmellukurlinu saman við ef það er notað.
  • Dreifið fyllingunni á kökuna sem hefur kólnað örstutt og rúllið varlega upp. Kælið í ískáp í 30 mín til 1 klt.
  • Kremið: Hitið saman í potti á meðalhita, súkkulaði og smjör.
  • Takið pottinn af hitanum bætið sírópi saman við og rjóma og pískið saman. Hellið blöndunni í skál ásamt fínmalaðri sætu og þeytið þar til slétt og fellt.
  • Skerið nú lítinn part með skáa af rúllunni og staðsetjið á hlið rúllunnar. Látið sjást í endana á “drumbnum”
  • Smyrjið nú drumbinn með kreminu (ekki endana samt) og látið stífna aðeins áður en markað er í kremið með gaffli. Fallegt er að gera óreglulegar línur í kremið til að likja á eftir trjáberki.
  • Skreytið að vild, t.d. með rósmarín greinum, gervi sveppum og könglum, nema þið viljið reyna við marsipangerð. Að lokum má sigta örlitlum Sukrin Melis eða fínmalaðri sætu yfir lurkinn.

María Krista er öllum vel þekkt fyrir klikkað góðar uppskriftir með heilsuna í huga hérna er linkur inn á matarbloggið hennar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is