Hráefni:
150 g sykur
125 g mjúkt smjör
3 egg
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk sítrónudropar
mjólk eftir þörfum
súkkulaðispænir
Aðferð:
Þeytið saman sykur, mjúkt smjör og egg þar til ljóst og létt. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við. Bætið við sítrónudropum og mjólk eftir þörfum, um 1 1/2 – 2 1/2 dl. Blandið súkkulaði saman við deigið.
Smyrjið formkökuform og hellið deiginu í. Bakið jólakökuna við 175° í 55-60 mínútur. Stingið prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé tilbúin. Ef prjónninn kemur hreinn út er kakan tilbúin. Látið jólakökuna kólna í forminu í um 15 mínútur. Leysið hana síðan úr forminu og látið kökuna standa á grind þar til hún kólnar alveg.
Bleikur glassúr
50 g smjör, brætt
150 – 200 g flórsykur
Vatn eftir þörfum
Möndludropar, magn eftir smekk (c.a. 1/2 teskeið)
Bleikur matarlitur
Aðferð:
Bræðið smjör í potti.
Blandið flórsykrinum saman við og hrærið stöðugt, bætið vatninu saman við og hrærið þar til þið eruð ánægð með áferðina á kreminu.
Ég setti smávegis af möndludropum í kremið en það er smekksatriði.
Hellið kreminu yfir kökuna og berið strax fram.