Miðvikudagur 7. júní 2023
Jólahvísl

Jólahvísl 20. desember

– Þetta er gjöf frá okkur til ykkar –

Guðbjörg Guðjónsdóttir er ein af skipuleggjundum tónleikanna Jólahvísl en í ár eru þetta fjórðu jólatónleikarnir. Þeir eru haldnir í Hvítasunnukirkjunni. Við fengum að heyra aðeins frá Guðbjörgu um undirbúning tónleikana:

Hvað eru ca. margir sem standa að þessum tónleikum? 

Það er eiginlega erfitt að telja þá upp sem koma að tónleikunum, því kirkjan okkar hefur verið virk í að undirbúa og hjálpa til við tónleikana. En í ár erum við með 4 söngvara og 6-8 hljóðfæraleikara. Svo erum við með hljóðmann, ljósmyndara, myndupptökur og ljós. Ef allir eru taldir með gæti ég trúað að við séum milli 30 og 40 manns.

Hvaða ár byrjuðu þeir?  2016

Það er væntanlega bara jólatónlist sungin?  Nei ekki eingöngu, en þau eru þó ríkjandi, gömul og ný. 

Hvernig kom hugmyndin að þessum tónleikum? 

Fyrir fjórum árum síðan söng Guðný Emilíana á samkomu hjá okkur dásamlegt lag sem allir hrifust að. Og eftir samkomu fór spjall af stað um að við þyrftum að hóa unga fólkinu okkar saman og fá þau til að hafa tónleika. Úr varð hugmynd að hugljúfum Jólatónleikum og þá var ekki aftur snúið.  Jenný, Elísabet og Guðný Emilíana fóru af stað að velja lög og undirbúa ásamt þremur hljóðfæraleikurum svo bættist Hjálmar Karl við árið eftir. Nú verða þau í fyrsta skiptið öll saman.

Það er frítt inn á þessa tónleika, af hverju? 

Við viljum að allir geti notið og komist á jólatónleika, þetta er gjöf okkar til Eyjabúa. Síðustu tvö ár höfum við verið með bauk fyrir frjáls framlög sem við höfum fært prestunum í Landakirkju til úthlutunar fyrir þá sem hafa lítið milli handanna og við stefnum á að gera það sama núna.

Eftir tónleikana bjóðum við upp á Malt og Appelsín og piparkökur.

Hefur ekki ár frá ári verið að aukast aðsóknin á þessa tónleika? 

Jú, fyrsta árið vissum við ekkert hverju við áttum von á, en litli salurinn okkar var nánast fullur.

Við ákváðum því að fara með tónleikana inn í stóra sal árið eftir, hann var þétt setinn. Í fyrra bættum við í og salurinn fylltist, 200 manns, svo nú er bara að mæta snemma til að fá sæti og njóta ljúfra tóna.  Tónleikarnir í ár eru 20.desember og húsið opnar kl 20:00. 

Við viljum hvetja fólk til að eiga góða og afslappaða aðventu, hugsa um tilgang jólanna og vonina sem var gefin mannkyninu með komu frelsarans. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is