Miðvikudagur 7. júní 2023

Jólahlaðvarp GRV

Á unglingastigi geta nemendur valið um fjölmargt til að fást við. Eitt af því sem skólinn hefur boðið upp á er hlaðvarp (podcast). 

Á námskeiðinu læra nemendur eitt og annað í hlaðvarpsþáttagerð og er hlustað á ýmis innslög og þætti að auki. Einnig eru nemendur hvattir til að vera virkir hlaðvarpshlustendur en úrvalið er gríðarlegt af íslensku hlaðvarpsefni.
Síðasta verkefni fyrir jól var að búa til hlaðvarpsþætti með jólaþema. Þættirnir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og jólin skoðun frá ýmsum hliðum.
Mig og nemendur langaði að vekja athygli á þáttunum í aðdraganda jóla og jafnframt vekja athygli á hlaðvarpinu yfir höfuð en þarna eru krakkarnir að þjálfast í að gera þætti og vinna í að komast yfir að finnast eigin rödd asnaleg, eins og gjarnan er hjá fólki sem ekki er vant að tjá sig á upptökum, svo dæmi sé tekið.
Hlaðvarpið heitir Með allt í skrúfunni, en það nafn vann í nafnasamkeppni nemenda þegar hlaðvarpsvalið hóf göngu sína í GRV. Hægt er að hlusta í hlekknum hér https://soundcloud.com/medalltiskrufunni eða með því að finna Með allt í skrúfunni í hlaðvarpsveitum (t.d. Podcast Addict).
Gleðileg jól og áfram hlaðvarp,
Kv. Daníel Geir Moritz, kennari

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is