Jólahlaðborð í Höllinni eftir tveggja ára bið

Framundan er stærsta helgin í Höllinni síðan nýir rekstraraðilar tóku við

Á föstudag og laugardag verður jólahlaðborð Einsa kalda og Hallarinnar en um er að að ræða geggjaðan mat ásamt tónlistarveislu þar sem Pálmi Gunnars syngur vel valinn lög ásamt úrvala liði Eyjamanna.

Tígull forvitnaðist hjá Daníel Geir Moritz hvernig gengur að undirbúa þessa stóru helgi

,,Það gengur bara stórvel. Gísli Stefáns setti saman frábæra hljómsveit og fengum við frábæra söngvara úr Eyjum. Svo var leitað til Pálma Gunnars og sló hann til án umhugsunar, enda sagðist hann eiga margar góðar minningar úr Höllinni.”

Hvernig hefur skráning verið?
,,Við vissum auðvitað ekkert hvað við værum að fara út í á þessum skrýtnu tímum en höfum fylgst vel með sóttvarnaraðgerðum og verið í sambandi við sjúkrahúsið. Miðað við allt og allt er skráningin bara mjög góð. Það er þó enn laust, því það mega koma saman 500 manns hvort kvöld. Það er líka gaman að segja frá því að Leifa og Ingunn ætla að skreyta jólatréð, og það er nú bara atriði út af fyrir sig.”

Þarf að fara í hraðpróf?
,,Já, það þarf að fara í hraðpróf. Gott er að fara klukkan 13.00 deginum áður en þú ferð á hlaðborð. Fólk skráir sig og sækir strikamerki á Heilsuvera.is. Niðurstöður koma síðan stuttu síðar og þá er fólk klárt í bátana. Ég hef heyrt í nokkrum vertum uppi á landi og þar hefur þetta gengið mjög vel. Hjá okkur í Eyjum ættu raðirnar að vera mikið styttri og umstangið minna, þannig að ég skora á alla sem langar að mæta.”

Hvert er þitt uppáhalds jólalag?
,,Úff, þetta er erfið spurning. Ég er rosalega mikið jólabarn og tók nú steininn úr þegar við Leifa vorum á leiðinni frá Reykjavík til að koma á Þjóðhátíð eitt árið þegar ég spurði hvort ég mætti setja jóladiskinn í. Hún hristi hausinn og neitaði. Ætli uppáhalds jólalagið mitt núna sé ekki bara Snjókorn falla. Einfaldlega út af því að eldri dóttir mín er farin að ná textanum æði vel og er þetta mikið sungið á mínu heimili,” sagði Daníel Geir að lokum.

Þeir sem vilja skella sér á jólahlaðborð geta pantað á hollinivestmannaeyjum@gmail.com eða í síma 8685460.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search