Jólahlaðborð á Hraunbúðum | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Hraunbúðir Jólahlaðborð

Jólahlaðborð á Hraunbúðum

Fimmtudaginn 5.desember var árlegt jólahlaðborð haldið á Hraunbúðum.  Hlaðborðið var að vanda stórglæsilegt og að okkar mati það flottasta í bænum og við erum auðvitað hlutlaus. Tommi yfirbryti og starfsfólk hans í eldhúsinu lögðu nótt við dag við undirbúninginn og afraksturinn eftir því.

Séra Guðmundur hélt hugvekju, Jarl og félagar í lúðrasveit barna fluttu okkur jólalega tóna,  karlakór Vestmannaeyja mættu í jólapeysunum og sungu af mikillri snilld. Sönghópurinn Blítt og Létt flutti síðan jólalög og komu öllum í sannkallað jólastuð. 

Við kunnum öllu þessu frábæra tónlistarfólki og séra bestu þakkir fyrir þeirra framlag.Við erum ákveðin í því að útbúa danspláss á næsta ári og tjútta líka. Fólkið okkar allt, eldri borgarar og starfsfólk mætti svo í sínu fínasta pússi svo nú eru jólin komin á Hraunbúðum, er greint frá á vef Hraunbúða.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Líf og fjör á fjölskylduhátíð Landsbankans – MYNDIR
100 ára afmæli hússins Háls
1000 andlit komin í hús á Leturstofunni – en við erum ekki hætt
Gatnaframkvæmdir við Heimagötu og Helgafellsbraut
Goslokahátíðin hefst í dag – dagskráin
Út í sumarið“ 67 ára og eldri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X