Tígull tölublað 37 er kominn út og mun dreifast inn á heimili og fyritæki í dag og á morgun. Blaðið er í þetta sinn tileinkað jólagjafainnkaupum því nú eru margir farnir að huga að jólunum enda aðeins 6 vikur í aðfangadag. Til að minnka jólastressið er tilvalið að skoða jólagjafir tímalega því það er ýmislegt annað sem að bíður á þessum skemmtilega tíma.
Því var ákveðið að jólagjafa-Tígul yrði gefinn út snemma í ár. Nú eru eingöngu 6 blöð eftir að koma út af Tígli á þessu ári og þau verða öll tileinkuð jólunum.
Síðasta blað ársins kemur út 18. desember og verður það ætlað jólakveðjum. Okkur þykir miður að jólakortahefðin sé að deyja út og ætlum við að bjóða þeim sem vilja, að senda jólakveðju gegn vægu gjaldi. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að hafa samband við okkur í síma 481 1161 eða tölvupósti tigull@tigull.is
Þriðjudagur 5. desember 2023