Jóladagatal Listasafnsins

Það verður skemmtilegt að fylgast með jóladagatali Listasafnsins í desember, hérna fyrir neðan má sjá innpakkaðar myndir sem verða opnaðar á hverjum degi fram að jólum. Það var hann Njáll Ragnarsson sem fékk að opna fyrstu myndina í gær 1.desember, tveir fyrstu dagarnir eru hérna fyrir neðan.

Listasafn Vestmannaeyja hýsir rösklega 800 listaverk eftir um 160 nafngreinda listamenn. Meðal verka safnsins eru málverk eftir Ásgrím Jónsson, Gerði Helgadóttur, Gunnlaug Scheving, Leif Breiðfjörð og Tryggva Ólafsson.

Auk þess eru hér 38 málverk eftir Jóhannes Kjarval og mun hvergi utan Kjarvalsstaða sjálfra að finna stærra Kjarvalssafn. Meginþorrinn er hins vegar verk Eyjalistamanna á borð við Guðna Hermansen, Júlíönu Sveinsdóttur, Sverri Haraldsson, Svein Björnsson, Engilbert Gíslason og Ágúst Petersen, svo nokkur nöfn séu nefnd.

Að þessu sinni drögum við fram úrval verka safnsins með þeim nýstárlega hætti að afhjúpa eitt málverk á dag fram undir jól, á svipaðan hátt og hefðbundið jóladagatal opnar á veraldleg sætindi á hverjum nýjum degi. Listaverkin sem eru valin eiga það eitt sameiginlegt að vera hluti af Listasafni Vestmannaeyja og sýna þannig hversu fjölbreytt og merkileg listaflóra safnið er.

Sýningin stendur fram til 24. janúar.

1. desember, Sigmund Jóhannsson (1931-2012) Hús og bátur í vetrarskrúða
2. desember, Jónas Gðumundsson ( 1930-1985) Glófaxi og Lóðsinn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search